Það er „sjálfs­elsk­a“ að af­þakk­a ból­u­setn­ing­u gegn Co­vid-19. Þett­a seg­ir bresk­i ráð­herr­ann Mich­a­el Gove. Hann var­ar ób­ól­u­sett­a við því að þeir eigi á hætt­u að geta ekki tek­ið þátt í við­burð­um, líkt og tón­leik­um en bresk stjórn­völd skoð­a nú að krefj­a þegn­a sína um ból­u­setn­ing­a­vott­orð til að fá inn­göng­u á slík­a við­burð­i.

Frá sept­em­ber verð­ur ból­u­setn­ing skyld­a til að geta sótt næt­ur­klúbb­a á Eng­land­i. For­sæt­is­ráð­herr­ann Bor­is John­son seg­ir til skoð­un­ar hvort sömu kröf­ur verð­i gerð­ar þar „sem mik­ill mann­fjöld­i kem­ur sam­an.“ Stjórn­völd skoð­a hvort ból­u­setn­ing­ar verð­i kraf­ist á í­þrótt­a­leikj­um.

Sam­kvæmt töl­um gær­dags­ins hafa 88,1 prós­ent full­orð­inn­a í Bret­land­i feng­ið í það minnst­a fyrst­a skammt ból­u­efn­is og 70,5 prós­ent eru full­ból­u­sett. Ból­u­setn­ing­ar veit­a vörn gegn smit­i og að smit­a frá sér, sem og al­var­leg­um veik­ind­um þó að ból­u­sett­ir geti enn smit­ast.

„Kjarn­i máls­ins er að ef þú get­ur feng­ið ból­u­setn­ing­u og neit­ar því, það er sjálfs­elsk­a,“ sagð­i Gove við blað­a­menn er hann sótt­i heim skosk­u borg­in­a Glas­gow. „Þú stofn­ar heils­u og lífi ann­arr­a í hætt­u, látt­u ból­u­setj­a þig.“

Nic­­ol­­a Stur­­ge­­on, fyrst­i ráð­herr­a Skot­l­ands, hef­­ur tek­­ið í sama streng og seg­­ir það „sam­­fé­l­ags­­leg­­a skyld­­u“ að láta ból­­u­­setj­­a sig. Hún hvet­­ur þá sem hafa ef­­a­­semd­­ir að kynn­­a sér stað­­reynd­­ir máls­­ins og seg­­ir þá sem dreif­­a vís­v­it­­and­­i vill­­and­­i upp­­­lýs­­ing­­um um ból­­u­­efn­­i sýna „and­­fé­l­ags­­leg­­a hegð­­un.“

Nic­­ol­­a Stur­­ge­­on, fyrst­i ráð­herr­a Skot­l­ands.
Fréttablaðið/EPA