Innlent

Sjaldgjæft að nánast heill fjörður sé til sölu

​Jörðin Hellis­fjörður í sam­nefndum firði á Austur­landi var aug­lýst til sölu í vikunni. Enginn vegur liggur að Hellis­firði og því þarf að ganga, sigla eða fara á hest­baki í fjörðinn.

Hellis­fjörður er sunnan Norð­fjarðar en jörðin er skráð 1900 hektarar. Mynd/Domus

Jörðin Hellis­fjörður í sam­nefndum firði á Austur­landi var aug­lýst til sölu í vikunni. Í sam­tali við Austur­fréttir segir fast­eigna­sali að sjald­gæft sé að nánast heill fjörður sé aug­lýstur til sölu. 

Fjörðurinn hefur verið í eyði frá árinu 1952 en jörðin hefur verið í eigu Sigur­jóns Sig­hvats­sonar, kvik­mynda­gerðar­manns frá árinu 2000. Hellis­fjörður er sunnan Norð­fjarðar og jörðin er skráð 1900 hektarar. Norsk hval­veiði­stöð var rekin frá árinu 1901-1913 í landi Sveins­staða og má enn sjá minjar um hana. 

Enginn vegur liggur að Hellis­firði og því þarf að ganga, sigla eða fara á hest­baki í fjörðinn. Þrátt fyrir það segist fast­eigna­salinn mikinn á­huga vera fyrir jörðinni og að á­huginn komi bæði frá Ís­lendingum og erlendum aðilum, en að mestur á­hugi sé á ánni Hellis­fjarðar­á.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Gnarr og Frosti deila um opin­bera smánun

Innlent

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Innlent

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

Auglýsing

Nýjast

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Börn birta slúður á lokuðum Insta­gram-reikningum

Bára búin að afhenda Alþingi upptökurnar

Ellert Schram og Albert Guð­munds taka sæti á þingi

Auglýsing