Nokkur til­felli apa­bólu, sjald­gæfs sjúk­dóms sem hingað til hefur að mestu verið bundinn við Afríku, hafa greinst í Evrópu og Banda­ríkjunum undan­farna daga.

Heil­brigðis­yfir­völd í Portúgal greindu frá því í gær að fimm til­felli hefðu greinst þar í gær og þá greindust tvö til­felli til við­bótar á Bret­lands­eyjum.

Sjúk­dómurinn hefur einnig greinst í Massachusetts í Banda­ríkjunum í ein­stak­lingi sem hafði ný­lega ferðast til Kanada. Grunur leikur á að fleiri hafi greinst emð sjúk­dóminn í Portúgal en það hefur ekki verið stað­fest.

Apa­bóla er skyld bólu­sótt en sjúk­dómurinn hefur einkum verið bundinn við lönd í mið- og vestur­hluta Afríku. Helstu ein­kenni eru hiti, höfuð­verkur, vöðva­verkir, verkir í baki, bólgnir eitlar og þreyta.

Um einum til þremur dögum eftir smit myndast út­brot sem oftar en ekki byrja í and­liti og dreifa sér svo um líkamann. Sjúk­lingar sem ná sér gera það yfir­leitt á tveimur til fjórum vikum en dánar­tíðni í Afríku vegna sjúk­dómsins er um 10 prósent, að því er fram kemur á vef Sótt­varna­stofnunnar Banda­ríkjanna, CDC.