Starfsfólk í úkraínska hernum deildi myndskeiði á Twitter í dag þar sem það sést þegar úkraínski herinn tekur á móti sendingunni frá Íslandi og þegar hermenn klæða sig í íslenska ull.

Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins fór kanadísk flugvél frá Íslandi með útbúnað fyrir varnarsveitir Úkraínu fyrr í þessum mánuði.

Þar var að finna vetrarbúnað sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga og hins vegar kaup utanríkisráðuneytisins.

Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að raunvirði varningsins um borð hafi verið um 150 milljónir en að það hafi tekist að gera samkomulag um að kaupa búnaðinn á fimmtíu milljónir.

Þá var að finna 3500 ullarsokka um borð.