Banda­rísk stjórn­völd hafa birt mynd­band sem sýnir þegar rúss­nesk SU-27 her­þota klessir á hreyfil banda­rísks dróna er hún hellti elds­neyti yfir hann yfir Svarta­haf. Á­reksturinn markar fyrsta skiptið sem herir þessara tveggja stór­velda rekast saman eftir inn­rásina í Úkraínu.

John Kir­by, tals­maður Hvíta hússins í þjóðar­öryggis­málum, sagði að það sé ekki ó­al­gengt að her­þotur annarra landa fljúga svona ná­lægt banda­rískum drónum. Það sem gerði þetta at­vik ó­eðli­legt var hversu kæru­laus og ó­fa­mann­leg þessi á­kvörðun Vla­dímirs Pútin var.

Flug­maður drónans tók þá á­kvörðun að nauð­lenda drónanum á al­þjóð­legu haf­svæði. Mynd­bandið stað­festir að at­vikið hafi átt sér stað en ekki er ljóst hvort að rúss­neski flug­maðurinn hafi ætlað að rekast á drónann eða ekki.