Bandarísk stjórnvöld hafa birt myndband sem sýnir þegar rússnesk SU-27 herþota klessir á hreyfil bandarísks dróna er hún hellti eldsneyti yfir hann yfir Svartahaf. Áreksturinn markar fyrsta skiptið sem herir þessara tveggja stórvelda rekast saman eftir innrásina í Úkraínu.
US releases Video of Russian SU-27 fighter jet colliding with MQ-9 drone pic.twitter.com/IKYBOKYukT
— Amichai Stein (@AmichaiStein1) March 16, 2023
John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði að það sé ekki óalgengt að herþotur annarra landa fljúga svona nálægt bandarískum drónum. Það sem gerði þetta atvik óeðlilegt var hversu kærulaus og ófamannleg þessi ákvörðun Vladímirs Pútin var.
Flugmaður drónans tók þá ákvörðun að nauðlenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði. Myndbandið staðfestir að atvikið hafi átt sér stað en ekki er ljóst hvort að rússneski flugmaðurinn hafi ætlað að rekast á drónann eða ekki.