Á Fréttavaktinni í kvöld sýnum við gervinhattamyndir þar sem gliðnun er greinileg norðan Fagra­dals­fjalls í nýrri gervi­tungla­mynd sem birt var í dag. Almannavarnir funduðu í dag um næstu skref.

Stórir skjálftar í gærkvöldi og í nótt áttu upptök sín við Kleifarvatn, þess vegna fann fólk á Stór Rreykjavíkursvæðinu meira fyrir stórskjálftahrinunni en í Grindavík.

Við heimsækjum Grindavík. Ræðum við bæjarstjórann og konu sem hugðist njóta lífsins í heitum potti við heimili sitt þegar stóri jarðskjálftinn um helgina skall á Grindvíkingum af miklu offorsi. Hún segir skjálftan hafa skapað hvirfilbyl og gusað vatninu upp úr pottinum í miklum strókum. Hún hafi aldrei upplifað annað eins

og Sundlaugin á Akureyri er ein sú vinsælasta á landinu - kannski vegna þess að Guðjón Samúlesson teiknaði húsið - allt um það er sífelldur straumur þangað alla daga ársins - ekki síst á sumrin.