Lögreglan í Buffalo deildi ótrúlegu myndskeiði á samfélagsmiðlum sínum þar sem öryggisvörður í meðferðarheimili í borginni stöðvar vopnaðan ræningja sem skaut úr hríðskotariffli við komuna inn á meðferðarheimilið.

Í myndskeiðinu sem sjá má hér fyrir neðan sést þegar einstaklingurinn gengur inn í meðferðarheimilið og hleypir af vopninu.

Í fyrstu bakkar öryggisvörðurinn áður en hann ræðst á vopnaða manninn og yfirbugar hann.

Að sögn lögreglunnar í Buffalo var þetta önnur skotárás þessa dags sem tengdist umræddum manni. Fyrr um daginn var kona skotin á heimili sínu af manninum.

Talið er að ránstilraunin tengist fíkniefnaviðskiptum.