Mikill fjöldi aurskriða hafa fallið í vikunni á Seyðisfirði á hús eða með fram þeim með hrikalegum afleiðingum. Bærinn hefur verið rýmdur og neyðarstigi lýst yfir. Hér að neðan má sjá mynd af því hvar skriðurnar féllu.

Mynd/Fréttablaðið

Fyrstu aurskriðurnar féllu á þriðjudag og var þá sett á óvissustig. Tvær aurskriður féllu á úr Botnum annars vegar niður í Botna­hlíð og hins vegar á Austur­veg. Önnur skriðan féll á hús. Rýmd voru ákveðin svæði og aðgerðastjórn virkjuð á svæðinu. Í fréttinni hér að neðan má sjá myndskeið af svæðinu eftir að fyrstu skriðurnar féllu.

Önnur skriðuhrunan féll aðfaranótt föstudags, eða fyrir tæpum sólarhring síðan. Ein af þeim stærstu féll úr Nautaklauf ofan Seyðis­fjarðar og hreif með sér mann­laust timbur­hús, Breiðablik, og flutti um 50 metra. Fyrir það höfðu tvær fallið um nóttina.

Þá féllu einnig stór aurskriða úr Botnabrún, milli Búðarár og Stöðvarlækjar, skömmu fyrir klukkan þrjú í dag og féll á nokkur hús. Eftir það var neyðarstigi lýst yfir og bærinn rýmdur.

Nærri allir íbúar eru nú komnir til Egilsstaða þar sem búið er að setja upp fjöldahjálparstöð. Rauði krossinn átti ekki von á því að fólk myndi gista þar en opið verður alla helgina og matur og sálrænn stuðningur í boði fyrir þau sem þess óska.