Fjöldi eldinga hafa mælst handan veður­skilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suð­austur­landi þegar skilin ganga yfir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings.

Þá birtir Veður­stofa Ís­lands ansi á­huga­verða hreyfi­mynd sem sýnir lægðina sem nú nálgast. Þar má sjá úr­komuna í formi blárra og grænna flekka en hana nema veður­sjár á Kefla­víkur­flug­velli og Egils­stöðum nema.

Rauðu og gulu hringirnir sem sjá má á mynd­bandinu tákna hins vegar áður­nefndar eldingar. Sam­kvæmt upp­lýsingum vEður­stofunnar er eldinga­virknin á köflum mikil.