Donald Trump Banda­­ríkja­­for­­seti á­varpaði þjóð sína í dag vegna eld­flauga­á­rása Írana á her­­stöðvar Banda­­ríkja­manna í Írak í gær­­kvöldi. Eld­flaugum var skotið á tvær her­­stöðvar þar sem fjöldi banda­rískra her­manna er stað­­settur, auk her­manna annarra ríkja. Engir banda­rískir her­menn létust í á­rásunum sam­kvæmt for­setanum og urðu her­stöðvarnar að­eins fyrir minni­háttar skemmdum.

Íranir hafa gefið út að á­rásirnar hafi verið hluti af hefndar­að­­gerðum fyrir loft­á­rás Banda­­ríkja­manna síðast­liðinn föstu­­dag sem varð íranska hers­höfðingjanum Qa­­sam So­­leimani að bana.

Í á­varpinu minnti Trump á her­styrk Banda­ríkjanna og sagði engan langa til að beita honum en að ekki yrði hikað við það ef Íranir gangi lengra. Að lokum beindi hann orðum sínum að írönskum ráða­mönnum og írönsku þjóðinni í heild sinni. „Við viljum að þið eigið ykkur fram­tíð, góða fram­tíð sem þið eigið skilið. Fram­tíð fulla af vel­gengni í sátt og sam­lyndi við þjóðir heimsins. Banda­ríkin eru til­búin til að lifa í friði og sátt við alla þá sem vilja,“ sagði for­setinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni út­­sendingu af um­fjöllun CBS News um á­­varpi for­­setans: