Lög­spekingur sem ræddi við frétta­veituna AFP segir að á­kæru­valdið vestan­hafs gæti farið tvær leiðir til að á­kæra stór­leikarann Alec Baldwin í tengslum við voða­skotið sem varð kvik­mynda­stjóranum Halyna Hutchins að bana.

Fyrri leiðin er að hann hafi hleypt af skotinu og sú seinni er að hann er einn fram­leið­endum myndarinnar, sam­kvæmt Gregory Keating, laga­prófessor við Há­skólann í Suður- Kali­forníu, en LA Times greinir frá.

Sam­kvæmt fréttinni eru þó flestir lög­spekingar sam­mála um að þó at­burða­rásin hafi ekki verið stað­fest sé afar ó­lík­legt að hægt verði að sak­fella Baldwin fyrir morð eða mann­dráp.

„Hann [Baldwin] virðist hafa góða á­stæðu til að trúa því að skot­vopnið væri ekki hlaðið,“ segir Gregory en til þess að sak­fella hann þyrfti að sýna fram á gá­leysi af hans hálfu.

Lög­maðurinn Richard Kaplan tekur í sama streng og segir að svo virðist sem Baldwin beri litla á­byrgð.

Baldwin er þó einn af tólf fram­leið­endum kvik­myndarinnar. Hins vegar hefur ekki verið gert frín fyrir því hversu mörg af þessum tólf fram­leið­endum höfðu af­skipti af ráðningar- og öryggis­málum.

„Per­sónu­lega tel ég að Baldwin sé örugg­lega langt frá þessu. Þegar þú ert stór­stjarna færðu yfir­leitt nafn­bót sem fram­leiðandi. Það þýðir þó ekki að þú berir á­byrgð á fram­leiðslunni. Þetta er gert af fjár­hags­legum á­stæðum. Þá virðist hann sem fjár­festir frekar en beinn fram­leiðandi,“ segir Kaplan.

Enginn hefur verið hand­tekinn eða á­kærður í tengslum við rann­sókn málsins. Lög­menn telja afar lík­legt að fjöl­skylda Hutchins muni höfða einka­mál á­samt leik­stjóranum Joel Souza sem særðist á öxl.

Tökulð og leikarar Kvikmyndarinnar Rust.
Ljósmynd/Instagram skjáskot