Erlent

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Sautján manns drukknuðu í bátaslysi í Branson í Missouri síðastliðinn fimmtudag, þar á meðal voru níu manns úr sömu fjölskyldunni. Tia Coleman segir frá slysinu á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. Hún missti þrjú börn sín og eiginmann í slysinu.

Tia Coleman missti níu ættingja sína í slysinu, þar á meðal þrjú börn sín og eiginmann Skjáskot úr viðtali

Tia Coleman, sem missti þrjú börn sín, á aldrinum 1, 7 og 9 ára, eiginmann sinn, tengdaforeldra sína, mágkonu og mág í bátaslysi í Branson í Missouri síðastliðinn fimmtudag segir í viðtali við sjónvarpsstöðina KOLR að síðustu orðin sem hún hafi heyrt eftir að bátnum hvolfdi var þegar mágkona hennar hrópaði til hennar: „Taktu barnið.“ Eini ættingi Coleman sem lifði slysið af var þrettán ára frændi hennar, Donovan Hall.

Tuttugu og níu farþegar voru um borð í skipinu þegar það lagði af stað og lifðu aðeins fjórtán af. Sautján manns drukknuðu, þar á meðal voru níu manns úr fjölskyldu Coleman. Enginn farþeganna var í björgunarvesti. 

Ekki er ljóst af hverju báturinn, sem var útsýnisbátur, lagði af stað í ferðina því stormviðvaranir höfðu verið gefnar út mörgum klukkutímum áður en lagt var af stað í ferðina. Risastór alda lenti á bátnum sem varð til þess að farþegar í bátnum duttu út í vatnið.

Coleman sagði frá slysinu í viðtali á blaðamannafundi sem haldinn var á spítalanum þar sem hún hefur dvalið frá því á fimmtudag. Þar segir hún einnig frá því þegar báturinn sökk, hvernig hún synti til að bjarga lífi sínu, missi sínum og hvernig henni líður með það að þurfa að fara heim án fjölskyldu sinnar. Greint er frá á Business Insider.

Coleman segir í viðtalinu að þrátt fyrir stormviðvaranir hafi skipstjórinn sagt þeim að þau þyrftu ekki að vera í björgunarvestum. Hún hafði áður sagt frá tildrögum slyssins í viðtali við sjónvarpsstöðin a KOLR en á blaðamannafundinum lýsti hún því ítarlegar þegar hún var komið í vatnið og hvernig hún synti aftur upp á yfirborðið.

Gerði sér grein fyrir því að hún var ein þegar hún kom aftur á yfirborðið

Þegar henni loks tókst síðan að synda aftur upp á yfirborðið gerði hún sér grein fyrir því að hún var ein. Hún segir að þá hafi hún beðið til guðs að hún kæmist til barnanna sinna. Um leið og hún hafi séð björgunarbát hafi hún synt til hans eins hratt og hún mögulega komst.

„Það sem stendur upp úr er að mér líður þannig að ef ég hefði komist í björgunarvesti hefði ég mögulega getað bjargað börnunum mínum því þau hefðu þau að minnsta kosti flotið upp og einhver hefði getað bjargað þeim úr vatninu,“ segir Coleman í viðtalinu.

Hún segir í viðtalinu að hún sé ekki viss hvort hún sé ánægð að vera enn á lífi en sagði því að Guð hlyti að hafa eitthvað fyrir hana, annars væri hún ekki enn hér. Hún segir að það verði mjög erfitt að fara aftur heim því hún sé vön því að heimili hennar sé fyllt af „litlum fótum, hlátri og eiginmanni hennar“. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara að þessu,“ segir hún svo.

Viðtalið við Coleman er hægt að horfa á hér að neðan. 

Sautján fórust í slysinu

Tuttugu og níu farþegar voru um borð í skipinu þegar það lagði af stað og því lifðu aðeins fjórtán af. Þar meðal var einnig hin 12 ára Alicia Dennison sem segir að amma hennar hafi bjargað henni frá drukknum með því að ýta henni upp eftir að bátinum hvolfdi. Amma hennar drukknaði sjálf í slysinu. Einnig lifði hin 14 ára Loren Smith af, en hún missti faðir sinn og bróðir í slysinu. Aðrir sem létust í slysinu voru tvenn hjón á sjötugsaldri, bílstjóri sem starfaði hjá bátafyrirtækinu og prestur.

Minningarathöfn var haldin um helgina Fréttablaðið/AFP

Yfirvöld með málið til rannsóknar


Yfirvöld hafa nú málið til rannsóknar og rannsaka hvað hafi orðið til þess að báturinn, sem upprunalega var byggður til hernota í seinni heimsstyrjöldinni, hafi sokkið. Fyrstu niðurstöður rannsóknar bentu til þess að þrumuveður og miklir vindar hafi orðið til þess en það þykir þó ekki enn ljóst af hverju báturinn lagði í það að fara út á vatnið því veðurviðvaranir höfðu verið sendar út mörgum klukkutímum áður en þau fóru út.

Suzanne Smagala sem er í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Ripley Entertainment, sem gerði ferðina út, segir að slysið sé það eina sem hafi átt sér stað í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þau hafa ekki gefið út neinar yfirlýsingar eftir að Coleman lýsti tildrögum slyssins. Forstjóri fyrirtækisins, Jim Pattison Jr, sagði þó að skipstjórinn sem hafði sextán ára reynslu og að fyrirtækið fylgist alltaf með veðrinu. Greint er frá á AP News.

Fólk hefur lagt blóm á bíl eins sem drukknaði í bátaslysinu Fréttablaðið/AFP

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ísrael

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Erlent

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Erlent

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing