Karlmaður hlaut í gær sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkamsárás og umferðarlagabrot. Hann mun einungis þurfa að sitja inni þrjátíu daga refsingarinnar og mun hinn helmingurinn falla niður að tveimur árum liðnum.
Maðurinn var ákærður fyrir að ráðast á sambýliskonu sína þann 1. febrúar árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa slegið hana ítrekað í hendur, bringu og búk, gefa henn hnéspark í kvið, og að lokum sparka og slá í búk hennar.
Konan hlaut fyrir vikið mikla áverka. Hún var með yfirborðsrispur og roða á baki, hnúum, handabaki og handlegg, marblett á læri og eymsli yfir rifjum og baki.
Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að aka bifreið svipur ökuréttindum í Reykjavík.
Maðurinn játaði sök og þótti dómnum ekki ástæða til að draga játningu hans í efa. Hann hafði áður unnið sér til refsingar, þar af risvar sinnum vegna aksturs án ökuréttinda.
Dómnum þótti hæfileg refsing sextíu daga fangelsi, en vegna þess að maðurinn hafði ekki gerst sekur um ofbeldisbrot áður þótti honum rétt að fresta helmingi refsingarinnar.