Dóm­nefnd um hæfni um­sækj­enda um em­bætti dómara hefur metið Arn­fríði Einars­dóttur hæfastan um­sækj­enda í em­bætti dómara við Lands­rétt.

Arn­fríður er sitjandi dómari við Lands­rétt en hún var meðal þeirra fjögurra Lands­réttar­dómara sem Sig­ríður Á. Ander­sen skipaði í em­bættið þrátt fyrir að vera ekki á meðal þeirra 15 hæfustu í hæfnis­nefnd dóm­nefndar þegar Lands­réttar­dómarar voru upp­runa­lega skipaðir. Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu komst síðar að þeirri niður­stöðu að dómararnir fjórir hefðu ekki verið skipaðir í sam­ræmi við lög.

Fimm um­sóknir bárust um em­bættið en á­samt Arn­fríði sóttu héraðs­dómararnir Ást­ráður Haralds­son, Helgi Sigurðs­son og Ragn­heiður Snorra­dóttir um em­bættið á­samt Ragn­heiði Braga­dóttur, sem er einnig sitjandi dómari við Lands­rétt.

Niður­staða nefndarinnar nú er á skjön við það dóm­nefndar­á­lit sem lá til grund­vallar fyrstu skipunar 15 dómara þegar Lands­réttur var skipaður í fyrsta sinn. Þá var Ást­ráður Haralds­son metinn meðal 15 hæfustu um­sækj­enda en hvorki Arn­fríður né Ragn­heiður voru í þeim hópi.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, kynnti niður­stöður nefndarinnar á ríkis­stjórnar­fundi í morgun.

Arnfríður betri í að semja dóma

Sam­kvæmt mati nefndarinnar voru Arn­fríður og Ást­ráður jafn­hæf í nánast öllum þáttum matsins, sem sneru að reynslu af dóm­störfum, reynslu af lög­manns- og mál­flutnings­störfum og reynslu af stjórn­sýslu­störfum. Þeir þættir eru sagðir hafa jafn mikið vægi og vega þyngst. „Séu um­ræddir mats­þættir virtir í heild er það álit nefndarinnar að þau Arn­fríður Einars­dóttir og Ást­ráður Haralds­son standi þar fremst um­sækj­enda og ekki séu efni til að gera upp á milli þeirra,“ segir í mati nefndarinnar.

Þá segir að vegna þess að svo hátti skipti enn meira máli en ella hver sé „færni um­sækj­enda til að nýta þá lög­fræði­þekkingu, sem þau búa yfir, við að leysa úr dóms­málum á skipu­legan og rök­studdan hátt“. Þá segir að það sé mat nefndarinnar að Arn­fríður hafi sýnt að hún sé „færust um­sækj­enda til að ráða á­greinings­málum til lykta á þann hátt sem mælt er fyrir um í réttar­fars­lögum“.

Sá hluti matsins sem snýr að þeim þætti þar sem Arn­fríður er metin hæfust og nefndin segir að hafi ráðið úr­slitum við matið fjallar þannig um „að um­sækjandi geti farið að fyrir­mælum laga um samningu dóma, ritað þá á góðu máli og fært við­hlítandi rök fyrir dóms­niður­stöðu“.

„Niður­staða þessa mats dóm­nefndar er að Arn­fríður hafi sýnt að hún sé færust um­sækj­enda til að semja dóma,“ segir í þeim hluta matsins. Þessi þáttur gerir Arn­fríði þannig hæfari en Ást­ráð að mati nefndarinnar.