Innlent

Sirrý: Öskur van­stilltra hefta tjáningar­­­­frelsið

Bak­þanka­höfundurinn Sirrý Hall­gríms­dóttir fór á Bylgjunni í morgun yfir þær köldu kveðjur sem hún fékk um síðustu helgi og sagðist alveg sama um hvað van­stillt fólk öskrar og gargar.

Sirrý Hallgríms ræddi svívirðingarnar sem dundu á henni í kjölfar baksíðupistilsins Bylting étur sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn. Fréttablaðið/Samsett

Pistlahöfundurinn Sirrý Hallgrímsdóttir fór á Bylgjunni í morgun yfir þær köldu kveðjur sem hún fékk um síðustu helgi í kjölfar bakþankanna Bylting étur í Fréttablaðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, brást meðal annars við skrifunum með því að segja Sirrý „fyrirlitlega.“

Sirrý var gestur þeirra Heimis Karlssonar og Gulla Helga í Bítið þar sem hún fór yfir fréttir vikunnar ásamt Kristjáni Möller, fyrrverandi samgönguráðherra. 

„Já, ég var aðeins í fréttunum í vikunni,“ sagði Sirrý þegar þáttastjórnendur viku talinu að hörðum viðbrögðunum við skrifum hennar. „Ég fékk kaldar kveðjur fyrir pistil sem ég skrifaði,“ sagði Sirrý og á henni mátti heyra að hún kippti sér ekki upp við skeytasendingar Sólveigar Önnu.

„Þetta er svosem bara orðræða verkalýðsfélaganna eða forystunnar, virðist vera, og ég veit svosem ekkert hvort að þetta sé eitthvað að virka vel fyrir þau eða ekki. Það kemur bara í ljós.“

Sjá einnig: Bylting étur

Sirrý samþykkti að með pistlinum hefði hún verið „aðeins að skammast út í nýjan formann Eflingar,“ eins og Heimir orðaði það. „Ég var að gera það og mér fannst svosem tilsvörin dæma sig sjálf.

Virkir garga

Í framhaldinu vék Sirrý talinu að ótta fólks við að taka þátt í opinberri umræðu, ekki síst vegna fúkyrðaflaums í athugasemdakerfum vefmiðlanna. Hún sagði fólk sem ætlaði sér að taka þátt í umræðunni, hvort sem það væri með pistlaskrifum, í umræðuþáttum eða hvernig sem er, ætti á hættu að skoðanir þeirra yrðu fréttaefni.

Sjá einnig: Sendir „fyrirlitlegri“ Sirrý tóninn fyrir bakþankaskrif

„Og síðan birtast þessar fréttir og við þessar fréttir eru svo þessi blessuðu athugasemdakerfi sem áttu upphaflega að vera til þess að bæta umræðuna og breikka hana og gefa fólki tækifæri á að segja sína skoðun og nýta þessa nýju miðla til þess að efla tjáningarfrelsi og svo framvegis,“ sagði hún og bætti við að hún og fleiri teldu þessa tilraun með tjáningarfrelsið hafa mistekist.

Fúkyrðin skerða tjáningarfrelsið

„Það er ekkert að gerast þarna uppbyggilegt. Það er ekkert að koma þarna nýtt fram. Þetta er bara alltaf þessi sami hópur, svona kjarni, sem er þarna bara eitthvað verulega vanstilltur.“

Þegar Heimir spurði hvort henni finnist að það eigi að banna athugasemdakerfin sagði hún: „Það eru margir fjölmiðlar búnir að loka á þetta,“ og taldi upp miðla sem bjóða ekki upp á athugasemdir: Kjarnan, Morgunblaðið og RÚV.

„Þannig að ég held að fjölmiðlar megi alveg endurhugsa þetta vegna þess að ég held að þetta hafi ákveðinn fælingarmátt,“ sagði Sirrý og bætti við að sjálfri væri henni „ alveg sama hvað þessi hópur er þarna að öskra og garga.“ Hún viti hins vegar til þess að fólk veigri sér við að blanda sér í umræðuna vegna þess að það hætti sér ekki í „þennan fúkyrðaflaum.“  

Hægt er að hlusta á samtal Sirrýar við Gulla, Heimi og Kristján Möller hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sendir „fyrir­­lit­­legri“ Sirrý tóninn fyrir bak­þanka­­skrif

Bakþankar

Bylting étur
Sirrý Hallgrímsdóttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Auglýsing

Nýjast

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Auglýsing