Innlent

Útiloka ekki íkveikju sinuelds

Slökkviliðinu miðar vel að ráða niðurlögum sinuelds sem kviknaði síðdegis í Borgartúninu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er möguleiki á að um íkveikju sé að ræða.

Slökkviliðinu miðar vel áfram, en útilokar ekki íkveikju.

Sinueldur logaði á gamla Strætó reitnum í Borgartúni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er slökkviliðið mætt á svæðið og er að vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. Þá kemur til greina að um sé að ræða íkveikju. 

Mikill reykur er yfir Sæbrautinni sem hefur haft áhrif á umferð, en slökkviliðinu miðar vel áfram. Einn bíll frá slökkviliðinu er á staðnum og notast slökkviliðið bæði við vatn og aðrar leiðir til þess að slökkva eldinn. 

Glatt logar á gamla strætó reitnum í Borgartúni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Innlent

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Innlent

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

Auglýsing

Nýjast

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Auglýsing