Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynningu um sinu­bruna í Reykja­vík á fimmta tímanum í dag.

Tveir slökkvi­liðs­bílar voru sendir á vett­vang og hefur slökkvi­starf gengið vel að sögn slökkvi­liðsins.

„Það er sinu­bruni milli Breið­holts­brautar og Selja­brautar. Við erum að klára þetta, þeir eru bara að ganga frá. Þeir eru búnir að vera þarna í klukku­tíma,“ sagði vakt­hafandi vakt­stjóri hjá slökkvi­liðinu þegar Frétta­blaðið hafði sam­band.