Flug­freyjur og flug­þjónar, sem vinna fyrir stór banda­rísk flug­fé­lög, hafa lýst á­hyggjum sínum af því að þeir séu látnir fljúga á­fram eftir að hafa sinnt far­þegum með ein­kenni Co­vid-19. Óttast starfs­menn að með þessu séu þeir að dreifa veirunni.

Breska blaðið In­dependent fjallar um þetta í kvöld. Blaðið ræddi við nokkra starfs­menn sem starfa meðal annars fyrir Sout­hWest Air­lines, American Air­lines og Delta.

Freistandi að fara vegna lægra verðs

Banda­rísk yfir­völd – eins og yfir­völd um allan heim – hafa hvatt fólk til að halda sig heima og fara ekki í ferða­lög að á­stæðu­lausu. Eins og gengur og gerist er allur gangur á því hvort fólk fari eftir þessu. Í frétt In­dependent kemur fram að sumir freistist til að fara í ferða­lög, sér­stak­lega í ljósi minnkandi eftir­spurnar og þar af leiðandi lægra verðs á ýmsum flug­leiðum.

Ant­hony Fauci, for­stöðu­maður Of­næmis- og smit­sjúk­dóma­stofnunar Banda­ríkjanna, segir að kórónu­veiran sem veldur Co­vid-19 geti vel smitast frá ein­kenna­lausum ein­stak­lingi. Sumir fái lítil ein­kenni og séu því mögu­lega að dreifa veirunni ó­af­vitandi. Það er ein­mitt af þessari á­stæðu sem heil­brigðis­yfir­völd víða um heim skipa fólki að fara í sótt­kví ef minnsti grunur vaknar um smit.

„Ég held að við ættum ekki að vera í kringum heilsu­hrausta far­þega,“ segir flug­freyja sem In­dependent ræddi við. Flug­freyjan segir að það væri hrein­lega ekki á­hættunnar virði.

Ekki skipaðir í sóttkví

Sótt­varna­stofnun Banda­ríkjanna, CDC, lætur flug­fé­lög vita ef far­þegi, sem greinst hefur með Co­vid-19, hefur verið um borð. En jafn­vel þó flug­liðar, flug­þjónar eða flug­freyjur, hafi verið í kringum þessa far­þega séu þeir ekki skipaðir í sótt­kví. Þvert á móti séu þeim bein­línis sagt að sinna starfi sínu eins og ekkert hafi í skorist.

In­dependent ræddi við starfs­menn hjá Sout­hWest Air­lines sem höfðu verið í kringum far­þega sem reyndust smitaðir af Co­vid-19. Þeir hafi fengið þau skila­boð að halda starfi sínu á­fram nema þau fengju sjálf ein­kenni. Starfs­fólk American Air­lines og Delta hefur sömu sögu að segja.

„Fáránlegt“

Í frétt In­dependent er bent á að þarna virðist engar reglur vera brotnar. Starf­semi flug­fé­laga telst til þjóð­hags­lega mikil­vægra fyrir­tækja og í leið­beiningum banda­rísku Sótt­varna­stofnunarinnar segir að starfs­menn í far­þega­flugi, flug­freyjur og flug­þjónar til dæmis, megi halda á­fram að sinna störfum sínum svo lengi sem þeir hafa engin ein­kenni veikinda. Al­menna reglan er sú að ein­staklingar fari í 14 daga sótt­kví hafi þeir komist í ná­vígi við smitaðan ein­stak­ling.

Sara Nel­son, for­seti AFA, stærsta stéttar­fé­lags flug­liða í Banda­ríkjunum, segir að fé­lagið hafi haft sam­band við Sótt­varna­stofnun Banda­ríkjanna um að breyta þessu. „Þetta er fá­rán­legt af svo mörgum á­stæðum. Þetta er fá­rán­legt því þetta fyrir­komu­lag stefnir starfs­fólki í hættu og líka af þeirri á­stæðu að við erum þeir sem erum í mestum sam­skiptum við far­þega.“

Tals­menn þeirra flug­fé­laga sem In­dependent ræddi við sögðu að öryggi starfs­fólks og far­þega væri á­vallt sett á oddinn. Unnið væri náið með Sótt­varna­stofnun Banda­ríkjanna og farið eftir þeirra reglum.