Flug­mála­yfir­völd í Singa­púr hafa kyrr­sett allar vélar af gerðinni Boeing 737 MAX hjá flug­fé­lögum þar í landi. Á­kvörðunin var tekin í gær eftir mann­skætt flug­slys Eti­hopian Air­lines um helgina þar sem 157 létust. 

Jafn­framt hafa singa­púrsk flug­mála­yfir­völd bannað öll flug slíkra véla til og frá landinu. Singa­púrar fylgja þar með í fót­spor Kín­verja sem tóku fyrstir skrefið í gær og kyrr­settu allan flotann af 737 MAX 8 vélum. 

Flug­fé­lög á borð við Lion Air, Comair, Aero­mexico, Aerolineas Argentinas, Et­hiopian Air­lines og fleiri hafa einnig til­kynnt tíma­bundna kyrr­setningu sinna véla. 

Rann­sókn slyssins fer nú fram en um er að ræða annað skipti á innan við hálfu ári þar sem vél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 ferst. Í lok októ­ber hrapaði vél Lion Air yfir Indónesíu með þeim af­leiðingum að 189 létust.

Þrjár vélar af gerðinni sem um ræðir eru í notkun hér á landi en allar eru þær í eigu Icelandair. Forsvarsmenn félagsins segja að engin ákvörðun hafi verið tekin um kyrrsetningu en Samgöngustofa og Icelandair tilkynnt að fylgst verði grannt með gangi mála.