Innlent

Sindri Sindra­son fékk hótanir vegna Fóstur­barna

Sindri Sindrason hefur fengið fjöldamörg símtal frá ósáttu fólki vegna þátta sinna, Fósturbörn.

Sindri segir það ekki markmiðið með þáttunum að láta neinum líða illa. Fréttablaðið/ Stefán

Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, hefur fengið hótanir frá fólki tengt þeim málum sem hann fjallar um í þáttum sínum, Fósturbörn, sem eru í sýningu á Stöð 2. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.

Þættirnir fjalla um fólk sem hefur þurft að eiga við barnaverndar- og fósturkerfið á Íslandi, og er það önnur þáttaröð sem nú er í sýningu. „Við höfum fengið á okkur gagnrýni í fyrri seríunni fyrir að taka ekki hlið foreldranna sem misst hafa börnin frá sér og eru fúl út í kerfið,“ sagði Sindri í viðtalinu.

Hann segir að það hafi ítrekað komið fyrir að fólk hafi hringt í sig, mjög ósátt, og jafnvel haft uppi hótanir. „Ég er búinn að fá fjölmörg símtöl frá fólki sem er ekki glatt,“ sagði Sindri og jánkaði því svo þegar þáttastjórnendur spurðu hann hvort að honum hefði verið hótað í einhverju þessara símtala.

Aðspurður segist hann þó oftast hafa getað rætt við fólk án mikilla erfiða. „Markmið mitt er ekki að láta neinum líða illa heldur að sýna mynd af því hvernig þetta kerfi er og hverjir lenda í því,“ sagði Sindri. „Ég skil það vel að margt fólk sé ekki ánægt með það sem kemur þarna fram.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Með ó­virk­ar brems­ur og und­ir á­hrif­um á­feng­is og svefn­lyfj­a

Innlent

Gekk út úr húsinu í dulargervi Kashoggis

Innlent

Strá­in rif­in upp fyr­ir ut­an bragg­ann við Naut­hóls­veg

Auglýsing

Nýjast

Karlar gera merki­lega hluti í út­varpi: „Þetta er terror“

Seat framleiddur í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg

Bald­ur og Traust­i á­kærð­ir fyr­ir hrott­a­leg­a lík­ams­á­rás

Umferðartafir eftir árekstur á Hringbraut

Kon­ung­ur og krón­prins vott­­uð­­u syni Khas­h­ogg­­i sam­­úð sína

Tesla framúr Mercedes Benz á Twitter

Auglýsing