Fjórar fimleikastjörnur báru í dag vitni fyrir nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um misnotkun sem þær máttu þola af hálfu læknis bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar.
Simone Biles, McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols komu á fund nefndarinnar, ásamt Christopher Wray forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Nefndin kannar annmarka og tafir á rannsókn FBI á Nassar sem að lokum dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar árið 2017 fyrir að misnota fimleikastúlkur og hlaut annan dóm fyrir samskonar brot ári seinna.

Maroney og Nichols voru fyrstu konurnar til að stíga fram og greina frá ástandinu innan bandaríska fimleikalandsliðsins og þeirri misnotkun sem þar átti sér stað. Meira en 200 konur gáfu vitni í réttarhöldum yfir Nassar fyrir þremur árum og gerðu grein fyrir afbrotum hans er hann gegndi starfi læknis liðsins. Hann er sakaður um að hafa misnotað meira en 330 konur í fimleikalandsliðinu og í ríkisháskólanum í Michigan.

Í júlí gaf bandaríska dómsmálaráðuneytið út 119 blaðsíðna skýrslu um rannsókn FBI á máli Nassar. Þar var varpað ljósi á mistök og yfirhalningu við rannsóknina sem gerði Nassar kleift að halda brotum sínum áfram þrátt fyrir að FBI væri byrjað að skoða málið. Er tveir alríkislögreglumenn voru spurðir út í mistök þeirra lugu þeir til að reyna að bjarga eigin skinni. Einn þeirra var rekinn í síðustu viku.
Biles er þekktust þolenda Nassar og segir að það hafi verið afar frelsandi að opna sig um brot hans, eftir að hafa fundið fyrir miklum þrýstingi til að rjúfa ekki þögnina. Maroney segir að misnotkun af hálfu Nassar hafi staðið í sjö ár og hafist er hún var einungis 13 ára gömul.
"To be clear, I blame Larry Nassar and I also blame an entire system that enabled and perpetrated his abuse," Simone Biles gives her opening statement at a Senate hearing on the FBI's handling of the Larry Nassar investigation. pic.twitter.com/yPJX0ejnLg
— MSNBC (@MSNBC) September 15, 2021