Fjórar fim­leika­stjörnur báru í dag vitni fyrir nefnd öldunga­deildar banda­ríska þingsins um mis­notkun sem þær máttu þola af hálfu læknis banda­ríska fim­leika­lands­liðsins, Larry Nassar.

Simone Biles, McKa­yla Maron­ey, Aly Rais­man og Maggi­e Nichols ­komu á fund nefndarinnar, á­samt Christop­her Wray for­stjóra al­ríkis­lög­reglunnar FBI. Nefndin kannar ann­marka og tafir á rann­sókn FBI á Nassar sem að lokum dæmdur til ævi­langrar fangelsis­vistar árið 2017 fyrir að mis­nota fim­leika­stúlkur og hlaut annan dóm fyrir sams­konar brot ári seinna.

Simone Biles, McKa­yla Maron­ey, Aly Rais­man og Maggi­e Nichols.
Fréttablaðið/EPA

Maron­ey og Nichols voru fyrstu konurnar til að stíga fram og greina frá á­standinu innan banda­ríska fim­leika­lands­liðsins og þeirri mis­notkun sem þar átti sér stað. Meira en 200 konur gáfu vitni í réttar­höldum yfir Nassar fyrir þremur árum og gerðu grein fyrir af­brotum hans er hann gegndi starfi læknis liðsins. Hann er sakaður um að hafa mis­notað meira en 330 konur í fim­leika­lands­liðinu og í ríkis­há­skólanum í Michigan.

Maron­ey fyrir nefndinni.
Fréttablaðið/EPA

Í júlí gaf banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið út 119 blað­síðna skýrslu um rann­sókn FBI á máli Nassar. Þar var varpað ljósi á mis­tök og yfir­halningu við rann­sóknina sem gerði Nassar kleift að halda brotum sínum á­fram þrátt fyrir að FBI væri byrjað að skoða málið. Er tveir al­ríkis­lög­reglu­menn voru spurðir út í mis­tök þeirra lugu þeir til að reyna að bjarga eigin skinni. Einn þeirra var rekinn í síðustu viku.

Biles er þekktust þol­enda Nassar og segir að það hafi verið afar frelsandi að opna sig um brot hans, eftir að hafa fundið fyrir miklum þrýstingi til að rjúfa ekki þögnina. Maron­ey segir að mis­notkun af hálfu Nassar hafi staðið í sjö ár og hafist er hún var einungis 13 ára gömul.