Spænska ríkisstjórnin segir síma spænska forsætisráðherrans, Pedro Sánchez, og varnarmálaráðherrans, Margarita Robles, hafa verið hleraða í fyrra. The Guardian greinir frá þessu.
Félix Bolaños, ráðherra í spænsku ríkisstjórninni sagði frá þessu á blaðamannafundi. Hann segir síma Sánchez hafa verið hleraðan frá maí til júní 2021 og sími Robles var hleraður í júní. Gögnum var stolið af báðum símum.
Ekki er vitað hver hleraði símana en hlerunarbúnaðurinn sem var notaður er sagður hafa verið frá erlendum aðilum, slíkur njósnabúnaður er einungis aðgengilegur ríkisstofnunum.
Málið er strax komið til rannsóknar hjá æðsta dómstól Spánar, Audiencia Nacional. Bolaños segir að yfirvöld hefðu vitað ef hlerunarbúnaðinn ætti að nota, en það þarf samþykki dómsmálayfirvalda fyrir notkun búnaðarins.