Aðal­fundur Rauða krossins á Ís­landi fór fram á Grand hótel í dag. Á honum var Silja Bára R. Ómars­dóttir, prófessor við Há­skóla Ís­lands, kjörin sem for­maður fé­lagsins. Þetta kemur fram í til­kynningu sem send var fjöl­miðlum í dag.

Aðal­fundar­full­trúar frá sex­tán deildum víðs vegar um landið mættu á fundinn

Hún tekur við af Sveini Kristjáns­syni sem setið hefur sem for­maður síðast­liðin átta ár. Sig­ríður Stefáns­dóttir var kjörin vara­for­maður Rauða krossins.

Hér má sjá ný kjörna stjórn Rauða krossins á Íslandi.
Fréttablaðið/Aðsent

Þá voru þau Ívar Kristins­son, Margrét Dögg Guð­geirs­dóttir Hjarðar, Sigur­jón Haukur Vals­son, Símon Frið­rik Símonar­son og Val­gerður Blá­klukka Fjölnis­dóttir kjörin í stjórn. Vara­menn voru kjörin Auð­björg Brynja Bjarna­dóttir og Unn­steinn Inga­son.

Á­fram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helga­son, Elín Ósk Helga­dóttir, Gréta María Grétars­dóttir og Sveinn Þor­steins­son