Bandaríski leikarinn og grínistinn TJ Miller hefur verið kærður fyrir að hafa hrópað að sprengja væri um borð í lest sem hann ferðaðist með.

Á Miller, sem hefur til að mynda leikið í þáttunum Silicon Valley og kvikmyndinni Deadpool, að hafa hrópað til lögreglu að kona sem var í lestinni væri með sprengju í handtösku sinni. 

Atvikið átti sér stað í lest frá félaginu Amtrak á leiðinni frá Washington DC til New York. Miller var að lokum handtekinn í New York á mánudag en var fundinn laus gegn tryggingu.

Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.

Lestin var stöðvuð og yfirfarin án þess að sprengja fyndist um borð. Á vef BBC er það haft eftir lögregluþjóni sem ræddi við Miller að hann hafi virkað þvoglumæltur. Að sama skapi staðfesti starfsmaður lestarinnar að Miller hefði mætt undir áhrifum áfengis í lestina og drukkið nokkra drykki til viðbótar um borð.