Áhugaljósmyndaranum Halldóri Pétri Þrastarsyni brá heldur betur skemmtilega í brún þegar hann kom auga á silfraðan hrafn í Mosfellsbænum þann 25.febrúar síðastliðinn og náði af honum myndum.

Halldór var í einni af sínum reglulegu ljósmyndaferðum þegar hann kom auga á hrafninn og tók myndir sem segja má að séu harla fágætar.

Fréttablaðið hafði samband við Kristinn Hauk Skarphéðinsson, dýravistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem sagði þetta svokallaðan mórauðan hrafn en í slíka fugla vanta litarefni. Oft er þeir móbrúnir en stundum gráleitir eða silfraðir eins og sá sem náðist á meðfylgjandi myndum Halldórs. Svona fuglar sjást árlega en eru samt mjög sjaldgæfir og eru algengastir á vestanverðu landinu.

Um tíma sáust þeir flestir í Borgarfirði, svo vel má vera að þetta einkenni leggist í ákveðnar hrafnafjölskyldur, stendur í svari Kristins.

Mynd/Halldór Pétur Þrastarson