Sigur­jón Þ. Árna­­son, fyrr­verandi Banka­­stjóri Lands­bankans, var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæsta­rétti í endur­­­upp­­töku Ímon-málsins svo­kallaða en vegna tafa, meðal annars vegna endur­upp­töku málsins, var refsing skil­orðs­bundin til tveggja ára.

Í dómi Hæsta­réttar kemur fram að með sömu rökum hefði hæfi­leg refsing gegn Elínu Sig­fús­dóttur, fyrr­verandi fram­­kvæmda­­stjóri fyrir­­­tækja­­sviðs bankans, verið fjórir mánuðir en þar sem hún hefði af­plánað refsingu á grund­velli eldra dóms var henni ekki gerð nein refsing.

Elín og Sigur­jón voru á­kærð fyrir markaðs­mis­­notkun og um­­­boðs­­svik með því að hafa án heimilda veitt einka­hluta­­fé­laginu Ímon rúm­­lega 5 milljarða króna lán nokkrum dögum fyrir setningu neyðar­laganna árið 2008.

Sigur­jón var einnig dæmdur í níu mánaða fangelsi í endur­upp­töku á markaða­smis­notkunar­máli gegn sér en refsingunni var breytt í tveggja ára skil­orð vegna tafa málsins. Allur kostnaður af rekstri málanna fyrir Hæsta­rétti vegna endur­upp­töku þess greiðist úr ríkis­sjóði.

Héraðs­­dómur sýknaði Elínu og Sigur­jón árið 2014 en þau voru síðan dæmd sek í Hæsta­rétti ári síðar. Elín var þá dæmd í á­tján mánaða fangelsi og Sigur­jón í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Ein af þeim á­stæðum sem til­teknar eru í endur­upp­töku­beiðnum Sigur­jón og Elínar er sú að hæsta­réttar­dómararnir Viðar Már Matthías­son og Ei­ríkur Tómas­son sem dæmdu í málum þeirra, hafi átt hluti í Lands­bankanum fyrir hrun og hafi því orðið fyrir veru­legu tjóni við fall bankans. Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu komst að þeirri niður­stöðu að Elín hefði ekki fengið rétt­láta máls­með­ferð þar sem Viðar Már, einn dómari máli hennar, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Lands­bankans.

Ís­lenska ríkið sam­þykkti í kjöl­farið að Sigur­jón hefði ekki fengið rétt­láta máls­með­ferð og var mál hans fyrir MDE fellt niður. Hæsti­réttur sam­þykkti endur­upp­töku­beiðni Elínar og Sigur­jóns í maí 2019.

Sigur­jón og Elín gáfu skýrslu fyrir Hæsta­rétti í síðasta mánuði og var það í annað skipti í sögu réttarins sem sönnunar­færsla með aðila- og vitna­leiðslum fór fram í Hæsta­rétti.

Á­stæðan fyrir milli­liða­lausri sönnunar­færslunni í Hæsta­rétti eru á­fellis­dómar og gagn­rýni frá Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu um að Hæsti­réttur hafi snúið sýknu­dómum í héraði við og sak­fellt án þess að fram færi bein sönnunar­færsla fyrir réttinum.