Framboðslisti M- lista, Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði, var samþykktur einróma á félagsfundi föstudaginn 25. mars.

Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi, leiðir listann. Arnhildur Ásdís Kolbeins, fjármálastjóri, er í öðru sæti og Sævar Gíslason, véliðnfræðingur, í því þriðja.

Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að sá elsti á listanum sé 91 árs og sá yngsti 22 ára.

Listinn í heild sinni:

Frambjóðendur M-listans, Miðflokksins og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði 2022

1.sæti Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi,

2.sæti Arnhildur Ásdís Kolbeins, , fjármálastjóri,

3.sæti Sævar Gíslason, véliðnfræðingur,

4.sæti Björn Páll Fálki Valsson, , framleiðslustjóri,

5.sæti Gísli Sveinbergsson, , málarameistari,

6.sæti Ástbjört Viðja Harðardóttir, , blaðamaður,

7.sæti Tanya Aleksandersdóttir, , kennari,

8.sæti Magnús Pálsson Sigurðsson, málarameistari,

9.sæti Eyrún Sigurðardóttir, , heimavinnandi,

10.sæti Margrét G. Karlsdóttir, , f.v. bankastarfsmaður,

11.sæti Hilmar Heiðar Eiríksson, , framleiðslustjóri,

12.sæti Rúnar Þór Clausen, bifvélavirki,

13.sæti Davíð Hinrik Gígja, sjómaður,

14.sæti Hildur Jóhannesdóttir sundlaugarstarfsmaður,

15.sæti Kolbeinn Helgi Kristjánsson, fangavörður,

16.sæti Bjarni Bergþór Eiríksson, sjómaður,

17.sæti Herdís J. Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,

18.sæti Kristófer Guðni Kolbeins, , tölvunarfræðingur,

19.sæti Ragnar J. Jóhannesson, fv. slökkviliðsstjóri

20.sæti Hólmfríður Þórisdóttir, , íslenskufræðingur,

21.sæti Indriði Kristinsson, , stýrimaður,

22.sæti Benedikt Elínbergsson, , bifreiðarstjóri