Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokkurinn segir að Framsóknarflokkurinn sé til í samtal um að settur verði viðbótartekjurskattur á hagnað í sjávarútvegi þegar að vel gangi. Sigurður Ingi verður gestur á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld klukkan 18:35, í opinni dagskrá.

Hann segir að með þessu geti náðst betri sátt um þá umgjörð sem sjávarútvegurinn sé í og að ríkisstjórnin muni vinna að þessu.

Hér má sjá hluta viðtalsins við Sigurð Inga.