Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar og sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, lagði nokkra á­herslu á mál­efni bænda í ræðu sinni á Al­þingi í kvöld. Hann sagði Fram­sókn fram­sækið stjórn­mála­afl sem stæði að baki ís­lenskra bænda og land­búnaði.

„Ráð­herrar Fram­sóknar hafa unnið gott starf. Mennta- og menningar­mála­ráð­herra hefur eflt kennslu, kennara og kennara­nám og árangurinn sést ekki hvað síst í stór­aukinni að­sókn að kennara­námi. Í vetur munum við sjá af­rakstur ráð­herrans í al­gjörri um­breytingu Lána­sjóðs­kerfisins sem mun þýða meiri stuðning og meiri jöfnuð og tryggja jafn­rétti til náms óháð efna­hag og bú­setu,“ sagði Sigurður.

„Já það er stefna Fram­sóknar,“ bætti hann svo við. For­maður Mið­flokksins var fyrr í kvöld einkar harð­orður í garð síns gamla flokks. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri til í hvað sem er, bara fyrir að fá að vera með.

„Hag­sæld Ís­lendinga hefur ekki síst sprottið landinu og hag­nýtingu þess,“ sagði Sigurður.

„Því er mikil­vægt, og stendur hjarta mínu nærri, að styðja dyggi­lega við ís­lenska bændur og land­búnað þeirra. Það var sér­stak­lega á­nægju­legt að sjá bar­áttu­mál Fram­sóknar stað­festa um að standa vörð um lýð­heilsu Ís­lendinga og heil­brigði dýra með því að koma í veg fyrir inn­flutning á sýktum mat­vælum, auk þess er kol­efnis­spor þess er stórt.“

Að lokum sagði hann að ríkis­stjórnin hefði skýra sýn hvað varðar lífs­gæði og tæki­færi á Ís­landi.