Kosning til forystu Framsóknar fór fram í dag á flokksþingi flokksins. Helstu andlit flokksins voru kosin með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir fengu endurnýjað umboð með afgerandi kosningu. Sigurður Ingi hlaut 98,63% atkvæða til formanns Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns. 

Þá fór fram kjöŕ embætti ritara flokksins, en fráfarandi ritari gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr ritari Framsóknar er Ásmundur Einar Daðason. Hann hlaut 95,59% atkvæða.