Hjóla­­bogar á um­­­ferðar­eyju við Hafnar­­torg þar sem um­­­ferðar­­þungi er mikill hafa vakið um­­ræðu, auk skorts á hjóla­­stæðum á lóðinni þar.

Sigur­­borg Ósk Haralds­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­­trúi Pírata, segir í um­­­mælum við færslu Björns Teits­­sonar um hjóla­­bogana í Face­­book-hópnum Sam­tök um bíl­­lausan lífs­­stíl að helsta á­­stæða um­­­ferðar­­þungans við Hafnar­­torg sé sú að árið 2015, er sam­þykkja átti nýtt Svæðis­­skipu­lag höfuð­­borgar­­svæðisins, hafi Sel­tjar­nes­bær neitað að sam­þykkja það nema hönnun gatna­­móta Geirs­­götu og Sæ­brautar yrði breytt á þann vegna að frá­rein til hægri inn á Geirs­­götu yrði tví­­breið, ekki ein­breið.

„En því miður er enn þá mjög mikil bíla­um­­ferð um götuna og getum við þakkað Sel­tjarnar­nesi fyrir það,“ skrifar Sigur­borg.

Hún segir enn fremur að á­­stæða þess að engir bogar eru á lóðinni sé að deili­­skipu­lag svæðisins hafi verið gert áður en kvaðir um hjóla­­stæði inni á lóðum voru settar á.

„Í sam­bæri­­legu deili­­skipu­lagi sem væri gert í dag yrðu gerðar kröfum um mörg hundruð hjóla­­stæði í bíla­kjallara og vönduð hjóla­­stæði við alla inn­­ganga á yfir­­­borði,“ skrifar hún. Borgar­yfir­­völd hafi í­trekað fundað með lóðar­hafa og óskað eftir hjóla­­stæðum á lóðinni.

„Ó­­hætt er að full­yrða að lóðar­hafi hafi verið mjög tregur í taumi og endaði það sam­­tal með því að ég lýsti því opin­ber­­lega að hönnun göngu­­gatnanna á Hafnar­­torgi væri mikil von­brigði.“

Reykja­víkur­­borg hafi lagt mikla vinnu og fjár­­magn í að tryggja að allar götur kringum Hafnar­­torg yrðu „eins vist­­legar og hugsast getur.“