Píratar í Kópavogi sendu frá sér í dag framboðslista og er oddviti listans Sigurbjörg Erla Egilsdóttir. Hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Pírata í Kópavogi undanfarin fjögur ár.
Annað sæti skipar Indriði Ingi Stefánsson, hann hefur starfað í nefndum bæjarins á liðnu tímabili og er varaþingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi. Þriðja sæti skipar Eva Sjöfn Helgadóttir sálfræðingur en hún er einnig varaþingkona fyrir Suðvesturkjördæmi.
Í tilkynningunni segja Píratatar í Kópavogi að þeir mun meðal annars leggja áherslu á valdeflingu bæjarbúa, umhverfis- og loftslagsmál, bættar samgöngur auk húsnæðismála.
Félagið hefur lagt mikinn metnað í gerð stefnumála undanfarna mánuði og munu þau vera kynnt í heild sinni á næstu vikum.
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Sálfræðingu
- Indriði Ingi Stefánsson, Tölvunarfræðingur
- Eva Sjöfn Helgadóttir, Sálfræðingu
- Matthias Hjartarson, Verkfræðingur
- Margrét Ásta Arnarsdóttir, Stuðningsfulltrúi
- Árni Pétur Árnason, Nemi
- Kjartan Sveinn Guðmundsson, Nemi
- Elín Kona Eddudóttir, Mastersnemi
- Salóme Mist Kristjánsdóttir, Öryrki
- Sigurður Karl Pétursson, Nemi
- Sophie Marie Schoonjans, Tónlistarkennari
- Þröstur Jónasson, Gagnasmali
- Anna C. Worthington de Matos, Framkvæmdastýra
- Ögmundur Þorgrímsson, Rafvirki
- Ásmundur Alma Guðjónsson, Forritari
- Halldór Rúnar Hafliðason, Tæknistjóri
- Sara Rós Þórðardóttir, Sölufulltrúi
- Hákon Jóhannensson, Matvælafræðingur
- Arnþór Stefánsson, Kokkur
- Ásta Marteinsdóttir, Eftirlaunaþegi
- Egill H. Bjarnason, Vélfræðingur
- Vigdís Ásgeirsdóttir, Sálfræðingur