Sigur­björg Erla Egils­dóttir, odd­viti Pírata í Kópa­vogi, sækist eftir því að leiða á­fram lista Pírata í Kópa­vogi í komandi sveitar­stjórnar­kosningum.

„Við höfum átt mjög árangurs­ríkt kjör­tíma­bil þrátt fyrir að vera í minni­hluta og komið ýmsum góðum málum í verk,“ segir Sigur­björg Erla í til­kynningu.

Hún segir þar að í öllum sínum störfum hafi hún lagt á­herslu á aukið í­búa­sam­ráð, gegn­sæi, hugað að á­hrifum á lofts­lagið í allri á­kvarðana­töku og staðið vörð um mann­réttindi og per­sónu­vernd.

„Undan­farin fjögur ár hafa verið mjög lær­dóms­rík. Ég þrífst í krefjandi verk­efnum og nýt þess að leysa fjöl­breyttar á­skoranir og hef ég því getað nýtt bæjar­full­trúa­starfið til að skila árangri fyrir íbúa. Nú býð ég fram krafta mína til þess að halda á­fram okkar góðu veg­ferð. Ég tel það vera mjög raun­hæfan mögu­leika að Píratar komi að myndun meiri­hluta í Kópa­vogi á næsta kjör­tíma­bili þar sem við munum hafa enn meiri á­hrif,“ segir Sigur­björg Erla en að hennar mati eru stærstu á­skoranirnar fram undan lofts­lags­málin og að þar spili skipu­lag og sam­göngur stóran sess.

„Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópa­vogur verði leiðandi í mála­flokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hug­mynda­fræðinni til þess að koma okkur þangað.“