Íslenska rokkhljómsveitin Sigur Rós mun vera með tónlist í nýjum tölvuleik um Múmínálfana. Leikurinn heitir Snufkin: Melody of Moominvalley og er gefinn út af fyrirtækinu Hyper Games. Leikurinn kemur út á þessu ári bæði á leikjaveitunni Steam sem og á Playstation og Xbox.

Í leiknum verða lög af plötunni () frá árinu 2002. Einnig verða nýjar útgáfur af lögum Sigur Rósar sem tónlistarmaðurinn Oda Tilset hefur blandað.

„Við viljum að leikurinn sé mjög norrænn og Sigur Rós spilar þá norrænustu tónlist sem ég veit um,“ sagði Are Sundnes, hinn norski stjórnarformaður Hyper Games, í tilkynningu. Múmínálfarnir voru skapaðir af hinni finnsku Tove Jansson.