Sig­ríður Á. Ander­sen hyggst stíga til hliðar sem dóms­mála­ráð­herra eftir ný­fallinn dóm Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu (MDE) þess efnis að skipun á fimm­tán dómurum milli­dóm­stigs Lands­réttar hafi verið and­stæð lögum.

Þetta til­kynnti Sig­ríður á blaða­manna­fundi í dóms­mála­ráðu­neytinu á þriðja tímanum í dag. Hún segir dóminn hafa komið sér á ó­vart og það hafi hún einnig heyrt í máli annarra lög­fróðra. Til­kynnti hún að til stæði að fara fram á á­frýjun niður­stöðunnar til yfir­deildar MDE.

Á fundinum sagðist hún ætla að stíga til hliðar tímabundið á meðan næstu skref yrðu á­kveðin. Hún gaf ekki til kynna hvort eða hve­nær hún kæmi til með að snúa aftur.

Hún segir MDE ekki hafa svarað hinni efnis­legu spurningu um hvort sak­borningur, sem skaut niður­stöðu máls sem á hendur honum var höfðað til dóm­stólsins úr Hæsta­rétti, hafi ekki hlotið efnis­lega máls­með­ferð fyrir Lands­rétti. Tekist var á um hæfi Arn­fríðar Einars­dóttur sem Sig­ríður skipaði við Lands­rétt en var ekki á meðal fimm­tán hæfustu dómaranna sem til­nefndir voru af sér­stakri hæfis­nefnd.

Þá hafi engir dóm­stólar, hvorki hér á landi eða er­lendis, komist að þeirri niður­stöðu að dómararnir fimm­tán sem voru skipaðir út frá til­lögum Sig­ríðar hafi verið van­hæfir.

Á­byrgðina sagði hún ekki einungis vera á hennar herðum enda hafi meiri­hluti þingsins greitt at­kvæði með til­lögunum og for­seti Ís­lands loks stað­fest þær.

Í um­ræðu gær­dagsins og í dag hafi hún skynjað að per­sóna hennar kynni að trufla þær á­kvarðanir sem þarf að taka um næstu skref. Hún kvaðst hins vegar ekki sam­mála því að hér á landi ríkti réttar­ó­vissa vegna stöðunnar í Lands­rétti.

Hún hyggst því stíga til hliðar „til að skapa vinnu­frið næstu vikurnar“ en á­kvörðunina segir hún al­gjör­lega sína eigin. Hún hafi ekki fundið fyrir neinum þrýstingi frá full­trúum ríkis­stjórnarinnar eða úr eigin flokki.

Fréttin hefur verið uppfærð.