Ríkis­stjórnin kom saman til fundar í stjórnar­ráðinu klukkan níu í morgun. Um er að ræða síðasta ríkis­stjórnar­fund Sig­ríðar Á. Ander­sen sem dóms­mála­ráð­herra því hún mun biðjast lausnar og nýr ráð­herra taka við em­bættinu á ríkis­ráðs­fundi á Bessa­stöðum klukkan 16. 

Ríkis­stjórnar­fundurinn var boðaður síð­degis í gær en felldur niður eftir að Sig­ríður Á. Ander­sen sagði af sér sem dóms­mála­ráð­herra. 

Ekki er vitað hver tekur við em­bætti Sig­ríðar, en for­ystu­konur Sjálf­stæðis­flokksins eru sagðar koma sterk­lega til greina, líkt og greint var frá í Frétta­blaðinu í dag.