Bene­dikt Boga­son, for­maður stjórnar dóm­stóla­sýslunnar, telur að Sig­ríður Á. Ander­sen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi farið full­geyst fram þegar hún til­kynnti í við­tali að til stæði að á­frýja dómi Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu (MDE) í Lands­réttar­málinu skömmu eftir að hann féll. 

„Það þarf að staldra við og meta kosti og galla þess að ann­ars veg­ar skjóta mál­inu á­fram og vera í ó­vissu til fram­tíðar, eða þá að una þess­um dómi og gera þá þær lag­­fær­ing­ar sem efni eru til,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við Morgun­blaðið í dag. 

Þar kemur einnig fram að stjórn dóm­stóla­sýslunnar hafi ekki verið ein­huga þegar kom að sam­þykkt bókunar á föstu­dag þess efnis að ráðist verði í mats­út­tekt áður en á­kvörðun verður tekin um mál­skot til yfir­deildar MDE. Sam­þykktin náði í gegn með fjórum at­kvæðum gegn einu. 

Bókun stjórnarinnar kveður einnig á um fjölgun dómara við Landsrétt úr fimmtán í nítján til að eyða þeirri ó­vissu sem uppi er og renna styrkari stoðum undir milli­dóm­stigið sem tók til starfa í byrjun árs 2018. 

Stundin greinir frá því og hefur eftir Ólöfu Finns­dóttur, fram­kvæmda­stjóra dóm­stóla­sýslunnar, að fjórir hafi samþykkt bókunina en einn greitt atkvæði gegn henni. Sú sem greiddi atkvæði gegn henni var Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar.