Kjaramál

Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn

Á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.

Sigríður Á. Andersen. Fréttablaðið/Stefán

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.

Samkvæmt lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað á ráðherra sem setið hefur samfellt í ár eða meira rétt á biðlaunum í sex mánuði. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fagnaði eins árs afmæli sínu í lok nóvember síðastliðins.

Sigríður mun sitja áfram sem þingmaður og mun því fá þingfararkaup áfram sem nemur rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði. Ráðherralaun eru samsett úr þingfararkaupi og svo ráðherrahlut upp á rúmar 725 þúsund krónur sem Sigríður í þessu tilfelli á rétt á í hálft ár til viðbótar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

SGS slítur við­ræðum við Sam­tök at­vinnu­lífsins

Kjaramál

Slíta viðræðum ef ekkert þokast

Kjaramál

Verk­efnið ekki ó­yfir­stígan­legt

Auglýsing

Nýjast

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Drengirnir í Grindavík fundnir

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Auglýsing