Sig­ríður Ingvars­dóttir hefur verið ráðin bæjar­stjóri Fjalla­byggðar fyrir kjör­tíma­bilið 2022 til 2026. Alls sóttu tuttugu og tveir ein­staklingar um starfið, átta um­sækj­endur drógu um­sóknir sínar taka baka.

Sig­ríður er fyrr­verandi for­stjóri Ný­sköpunar­mið­stöðvar Ís­lands, eins hefur hún átt sæti á Al­þingi og setið í bæjar­stjórn á árum áður. Sig­ríður er meðal annars með MBA gráðu frá Há­skóla Ís­lands og diploma gráðu í opin­berri stjórn­sýslu. Hún hefur víð­tæka reynslu af starfi með frum­kvöðlum og fyrir­tækjum.

Sigríður hefur setið í fjöl­mörgum stjórnum, nefndum, ráðum og starfs­hópum og sinnt marg­vís­legum trúnaðar­störfum fyrir hin ýmsu ráðu­neyti, verið stjórnar­for­maður yfir Á­taki til at­vinnu­sköpunar og stjórnar­for­maður Verknaust.

,,Ég er full tilhlökkunar að flytja norður í þetta blómlega og fjölskylduvæna byggðarlag og takast á við þau spennandi verkefni sem framundan eru, í samstarfi við öfluga bæjarstjórn og starfsfólk Fjallabyggðar,“ sagði SIgríður.

Hún mun formlega taka við starfi bæjarstjóra að loknum sumarleyfum en fram að þeim tíma mun hún vinna að ákveðnum málum í samvinnu við bæjarstjórn.