Sig­ríður Á. Ander­sen, þing­kona Sjálf­stæðis­flokksins og fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, segir að niður­staða yfir­deildar Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu í Lands­réttar­málinu svo­kallaða komi henni ekki á ó­vart og að hún stað­festi það sem hún hafi áður sagt um málið.

Það sé pólitískt at dóm­stólsins bæði gegn henni og í veg­ferð dóm­stólsins að víkka gildis­svið Mann­réttinda­sátt­málans. Hún segir Al­þingi sýnd mikil van­virðing í niður­stöðunni.

„Eins og þegar ég sagði þegar ég sat mál­flutninginn í Strass­borg þá nefndi ég það að ég ætti ekki von á öðru en að niður­staða undir­réttarins yrði stað­fest,“ segir Sig­ríður Ander­sen í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Sig­ríður segir að ekki megi gleyma því að yfir­deildin er ekki dóm­stóll í hefð­bundnum skilningi.

„Það var mjög vel staðið að mál­flutningi fyrir ís­lenska ríkið, með fram­úr­skarandi lög­manni, og ekkert upp á það að klaga. Fræði­lega var það mál­efna­legt og allt í sam­ræmi við fræði. En ég spáði því nú samt að þetta yrði stað­fest. Ég hef talað um að þetta sé pólitískt at í Strass­borg og sann­færist enn frekar um það þegar ég les þessa niður­stöðu,“ segir Sig­ríður.

Ekki ástæða til að veita bætur

Sig­ríður segir að hún hafi ekki enn komist yfir allan dóminn en geti þó tjáð sig nú um ein­staka at­riði í dómi.

„Ég get nefnt tvennt. Það er annars komist að þeirri niður­stöðu að maður hafi fengið fangelsis­dóm eftir ó­rétt­láta máls­með­ferð fyrir dómi. Hann hafi ekki notið rétt­láta máls­með­ferð og helstu mann­réttinda en samt sem áður er ekki á­stæða til að dæma honum neinar bætur. Það er svo hitt sem er nýtt að það er sér­stak­lega tekið fram í þessari niður­stöðu sem var ekki í undir­rétti að þessi niður­staða ætti ekki að vera túlkuð þannig að ís­lenska ríkið væri skyldugt til að taka upp öll sam­bæri­leg mál sem hafa verið kveðin upp við Lands­rétt. Sem mér finnst benda til þess að þetta sé pólitískt at. Annars vegar gagn­vart mér per­sónu­lega og hins vegar í þeirri veg­ferð sem dóm­stóllinn er í og hefur verið í þessi misseri og undan­farin ár. Veg­ferð sem lýtur að því að víkka út gildis­svið mann­réttinda­sátt­mála Evrópu, breyta inn­taki hans með dóma­for­dæmi. Sú veg­ferð sætir miklum á­mælum og mikilli gagn­rýni þátt­töku­ríkja,“ segir Sig­ríður.

Alþingi sýnd mikil vanvirðing

Sig­ríður segir það einnig um­hugsunar­vert að þótt það sé þannig að dómari eigi að ljúka á­greiningi í nokkru máli þá sé það þannig undan­farið að oft kvikna upp fleiri á­greinings­mál þegar niður­staða er komin fram. Hún segir að henni finnist í niður­stöðu yfir­deildar Al­þingi Ís­lendinga sýnd mikil van­virðing.

„Í þessari niður­stöðu er Al­þingi, sem er æðsta stofnun Ís­lendinga, sýnd ó­trú­leg van­virðing og það er gert úr því mikið að það hafi ekki verið kosið um lands­réttar­dómarana einn og einn, heldur saman. Það var í sam­ræmi við þing­skapa­lög og var ekki á mínu for­ræði, en í öllu falli finnst mér koma fram efst á blað­síðu sex, og ég kannski átta mig ekki á því hvort þetta á við alla dómarana eða einn. En það kannski skiptir ekki máli því efnis­lega af því í niður­stöðunni er tekið fram að það eigi ekki að líta til þess að eigi að endur­upp­taka á­líka mál,“ segir Sig­ríður.

Hæstiréttur hafi lokaorðið

Hún segir þó ekki mega gleyma því að á Ís­landi er búið að kveða upp dóm um dómarana um að þeir hafi verið lög­lega skipaðir og það varði ekki skipunina sjálfa að eitt­hvað hafi verið að­finnslu­vert í að­draganda skipunarinnar.

„Dóm­stóllinn ætlar ekki að láta ríkjunum það eftir að meta sjálf sína stjórn­skipan. Hér er reynt að hafa af­skipti af stjórn­skipan Ís­lands. Þetta breytir því ekki að Hæsti­réttur hefur síðasta orðið um það hvort dómarar eru lög­lega skipaðir hér á landi og hann hefur kveðið upp dóm um það. Enda segir í niður­stöðunni að þetta hafi engin réttar­á­hrif á Ís­landi. Ef þetta væri svona stór­kost­legt mann­réttinda­brot hefði maður í fyrsta lagi haldið að maðurinn fengi dæmdar bætur og svo að menn þyrfti að huga að öðrum í sam­bæri­legri stöðu, en það er auð­vitað ekki þannig. Bæði því þau segja það en líka því ís­lensk lög kveða á um það með hvaða hætti eru endur­upp­tekin og það er ís­lenskra dóm­stóla að meta það,“ segir Sig­ríður.

Hún segir það skýrt í niður­stöðu yfir­deildarinnar að það eigi ekki endi­lega að endur­upp­taka málið.

„Þetta finnst mér benda til þess að þessi niður­staða sé enn ein pólitísku skila­boðin sem þessi dóm­stóll vill senda til Ís­lands og til annarra landa þar sem á­hyggjur eru af lýð­ræði,“ segir Sig­ríður að lokum.