Sig­ríður Á. Ander­sen, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, fer hörðum orðum um blaða­manna­fund ríkis­stjórnarinnar sem fór fram í Reykja­nes­bæ í dag.

„Ráð­herrarnir hafa greini­lega ekkert til málanna að leggja annað en að kynda undir ótta og kvíða lands­manna sem fréttir voru fluttar af í dag. Þjóð þarf ekki ó­vini með svona leið­toga,“ er meðal þess sem hún skrifar á Twitter.

Sig­ríður segir að sér hugnist ekki sú veg­ferð sem ríkis­stjórnin er á og af­staða ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins. Hún segir þó að flokkurinn sé stærri en ein­stakir ráð­herrar.

Þá segir hún ríkis­stjórnina vera stað­ráðna í að draga far­aldurinn á langinn með sótt­varna­að­gerðum sínum.

„Grímu­skylda og 200 manna (200!) sam­komutal­markanir í skólum! Af hverju lætur þetta fólk svona?“ spyr hún á Twitter.

Segir ríkis­stjórnina vera að herða að­gerðir

Sig­ríður segir að sér hafi þótt blaða­manna­fundurinn snubbóttur í sam­tali við frétta­stofu RÚV. Henni finnst hafa vantað mikið upp á að skýra fram­haldið. Þar að auki finnst henni sem ríkis­stjórnin hafi ekki kynnt sótt­varna­ráð­stafanir næstu tveggja vikna með réttum hætti. Hún vill meina að í raun sé ekki verið að fram­lengja að­gerðir ó­breyttar heldur sé verið að herða þær.

Því til stuðnings segir Sig­ríður að verið sé að inn­leiða sam­komu­tak­markanirnar í skólum þegar skóla­hald hefst í lok mánaðarins. Hún furðar sig á því að mennta­mála­ráð­herra hafi ekki verið búin að ganga frá út­færslu sótt­varna­ráð­stafana fyrir fundinn en til­kynni í staðinn að það sé næsta skref. Sig­ríði þykja þetta ó­full­nægjandi skila­boð rétt áður en grunn­skólar eiga hefjast.

„Blaða­manna­fundir eru til að upp­lýsa mál, ekki til undir­búnings á öðrum fundi,“ er meðal þess sem hún skrifar á Twitter.

„Stöðugar fréttir síðustu vikna af hundruðum manna veikum hvern einasta dag gefa til kynna að sér­fræðingar í heil­brigðis­kerfinu ættu að vera komnir með svör um gang far­aldursins“ segir hún.

Sig­ríður segir það ó­boð­legt að byggja í­þyngjandi á­kvarðanir á veikindum nokkurra ein­stak­linga sem liggja inni á spítala. Sig­ríður segir að um­mæli Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis, á sunnu­dag, fyrst á Sprengi­sandi á Bylgjunni og síðar eftir há­degi ættu að vera stjórn­völdum til­efni til að meta á nýtt hvort á­stæða sé til að grípa til svo í­þyngjandi ráð­stafana.

Hlægi­legt að spyrja um stuðning við ríkis­stjórn

„Að spyrja þing­mann hvort hann styðji ríkis­stjórnina er bara hlægi­legt þegar þingið kemur ekki saman mánuðum fyrir kosningar,“ segir Sig­ríður að­spurð um hvort hún styðji enn ríkis­stjórnina.

Sig­ríður segir að al­mennir þing­menn hafi ekkert í höndunum við þessar að­stæður og ráð­herrar láti þing­menn ekki ná í sig. Hún skipar sjálf heiðurs­sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins. Þegar gengið var á hana um hvort hún styðji ríkis­stjórnina segir hún:

„Ég styð auð­vitað ríkis­stjórnir sem Sjálf­stæðis­flokkurinn á aðild að en mér hugnast ekki sú veg­ferð sem þessi ríkis­stjórn er á og af­staða ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins en Sjálf­stæðis­flokkurinn er stærri en ein­stakir ráð­herrar.“