Sigríður Á Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu ekki hafa neina merkingu fyrir íslensk stjórnvöld.

Árið 2017 fór Sigríður ekki alfarið eftir hæfisnefnd um hvaða 15 dómarar yrðu ráðnir við hið nýja millidómsstig, Landsrétt heldur valdi hún fjóra utan þess sem Alþingi samþykkti vorið sama ár.

Hefur enn stuðning Sjálfstæðisflokksins

Í myndbandinu hér að neðan er viðtal við Sigríði í þættinum 21 vegna endanlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun sem staðfestir brot á 6.grein Mannréttindasáttmálans. Sigríður telur sig enn hafa enn stuðning forystu Sjálfstæðisflokksins.

Viðtalið verður sýnt í þættinum 21 í kvöld á Hringbraut.