Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum voru samþykktir á fundi Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Valhöll í dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í öðru sæti er Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra, í þriðja sæti er Birgir Ármannsson, alþingismaður. Í fjórða sæti er Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Brynjar Níelsson, alþingismaður. Í fjórða sæti er Kjartan Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi. Í fimmta sæti er Bessí Jóhannsdóttir, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari.

Sigríður Á. Andersen, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, situr í heiðurssæti listans í Reykjavík norður og Halldór Blöndal, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, í Reykjavík suður.