Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði grín að markmiðum ríkisstjórnarinnar í ræðustól Alþingis í kvöld.

„Markmið eru mikilvæg“ sagði Sigmundur og bætti við „En þegar erfitt reyndist að finna leiðirnar til að ná þeim var gripið til þess ráðs að lögfesta markmiðin. Það sýnir hversu ráðandi umbúðamennskan er orðin.“

Þá sló Sigmudnur á létta strengi og sagði að nú mætti vænta þess að ríkisstjórnin myndi festa í lög að Ísland skyldi vinna alþjóðlega titla í fótbolta.

„Má vænta þess að ríkisstjórnin fari að státa sig af eigin árangri í íþróttamálum með því að setja lög um að innan tuttugu ára skuli Íslendingar vera orðnir Evrópumeistarar í fótbolta, bæði í karla og kvennaflokki?“ sagði hann.