Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, var harð­orður í garð ríkis­stjórnarinnar í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra á Al­þingi í kvöld og hóf ræðuna á að segja að hún væri mynduð um stóla en ekki stefnu.

Sig­mundur ræddi meðal annars fyrir­hugaðar að­gerðir ríkis­stjórnarinnar í loft­lags­málum. Sagði hann ríkis­stjórnina nálgast málin á kol­rangan hátt og full­yrti meðal annars að al­þjóða veður­fræði­stofnunin hefði varað við of­stæki í loft­lags­málum.

„Um leið og skað­legum að­gerðum er beitt í nafni um­hverfis­verndar er sótt að ís­lenskum land­búnaði úr öllum áttum. Ein besta leiðin til að takast á við um­hverfis­vá er að efla hina inn­lendu um­hverfis­vænu mat­væla­fram­leiðslu. Þess í stað er henni gert erfitt fyrir og opnað á inn­flutning á sýkla­lyfja­menguðu kjöti úr er­lendum verk­smiðju­búum.“

Þá fagnaði Sig­mundur til­lögum ríkis­stjórnarinnar um fjórðu iðn­byltinguna en sagði að sí­vaxandi reglu­verk og hindranir stæðu fyrir­tækjum fyrir dyrum. Sí­fellt væri verið að flækja skatt­kerfið fyrir al­menning.

„Fyrir fá­einum árum kynnti fjár­mála­ráð­herra stoltur, sem von var, að skatt­kerfið yrði ein­faldað og skatt­þrepum fækkað úr þremur í tvö. Nú til­kynnir sami ráð­herra að kerfið verði flækt aftur og þrepunum fjölgað úr tveimur í þrjú.“

Þá gerði Sig­mundur lítið úr hug­myndum ríkis­stjórnarinnar um vel­sældar­hag­kerfið.

„Um leið svífa sósíalískar á­herslur yfir vötnum. Áðan til­kynnti for­sætis­ráð­herra að meira að segja vindurinn ætti að vera í ríkisins eigu. Ég hygg að engum stjórn­völdum nokkurs staðar hafi dottið slíkt í hug í seinni tíma sögu.
Upp­byggingar­verk­efni meiri­hlutans virðast svo helst birtast í stein­steypu­kössum hér í 101 Reykja­vík.“

Þá ræddi Sig­mundur jafn­framt um­mæli Katrínar um þing­ræði, þar sem hún sagðist hafa bjarfasta trú á þing­ræðinu. Sagðist hann geta tekið undir með einu og öðru sem ráð­herrann hefði sagt, en reynslan hefði ekki verið góð á nú­verandi kjör­tíma­bili.

Skaut hann föstum skotum að ríkis­stjórninni þegar hér var komið við sögu og sagði meðal annars að það hefði komið sér á ó­vart hvað Sjálf­stæðis­flokkurinn lætur yfir sig ganga af hálfu Vinstri grænna.

„Ég get tekið undir eitt og annað sem ráð­herrann sagði um stjórn­mál og mikil­vægi þing­ræðis. Því miður hefur reynslan hvað þetta varðar þó ekki verið góð a þessu kjör­tíma­bili. For­seti þings hefur farið frjáls­lega með þing­sköpin svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Um leið situr ríkis­stjórn sem er ekki mynduð um stefnu heldur stóla.“

Komi á ó­vart hvað Sjálf­stæðis­flokkurinn láti VG valta yfir sig

Sagði hann á­hrifa­leysi Fram­sóknar­flokksins lík­legast ekki koma neinum á ó­vart. „Á­hrifa­leysi minnsta flokksins í þessari ríkis­stjórn kemur engum á ó­vart enda flokkurinn löngu búinn að sýna að hann sé til í hvað sem er bara fyrir að fá að vera með.

Og virðist á­nægður með að fá að kynna sömu málin aftur og aftur.
Það hefur hins vegar komið mér meira á ó­vart að sjá hvað Sjálf­stæðis­flokkurinn lætur yfir sig ganga af hálfu leiðandi flokksins í ríkis­stjórninni.“

Að lokum sagði Sig­mundur að þörf væri á skyn­semis­hyggju í ís­lenskum stjórn­mála­flokkum. Það yrðu megin­á­herslur Mið­flokksins.