Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, segir að stjórnar­sátt­máli nýrrar ríkis­stjórnar byggi á punktum sem hefðu getað verið skrifaðir af flokks­ráði Sam­fylkingarinnar.

Þetta segir Sig­mundur Davíð í Morgun­blaðinu í dag.

Bjarni Bene­dikts­son, Katrín Jakobs­dóttir og Sigurður Ingi Jóhanns­son kynntu nýjan stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar í gær. Sátt­málin er alls 60 blað­síður þar sem farið er yfir stór mál og smá.

Í sam­tali við Morgun­blaðið í dag segir Sig­mundur að verka­skipting ráð­herra virðist sér­stök við fyrstu sýn og virðist fyrst og fremst snúast um að koma mönnum fyrir í verk­efni.

„Svo er það stjórnar­sátt­málinn, sem átti að vera stutt og hnit­miðað plagg, en svo kom annað á daginn, hann er 60 síður,“ segir hann og gefur sátt­málanum ekki háa ein­kunn.

„Megin­niður­staðan er því að þetta verði meira af því sama, sátt­máli kerfis­stjórnar, sem ætlar að stunda „Woke“-stjórn­mál, og fela kerfinu aukið vald.“

For­menn annarra flokka í stjórnar­and­stöðu gagn­rýna sátt­málann einnig í sam­tölum við Morgun­blaðið.

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, segist hafa á­hyggjur af því að fá­tækt fólk sitji eftir. Hall­dóra Mogen­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, segir að sátt­málin boði upp­gjöf í stóru málunum og Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, segir sátt­málann fremur um­búðir en inni­hald.