Nokkur stjórnarmynstur eru í kortunum eins og tölur standa nú.

Sitjandi ríkisstjórn er með myndarlegan meirihluta eða 41 þingmann og vantar Framsókn og Sjálfstæðisflokk aðeins einn þingmann til að geta myndað tveggja flokka stjórn. Þessir flokkar gætu þannig tekið Sigmund Davíð Gunnlaugsson með sér og myndað nauman meirihluta með honum.

Flokkarnir tveir gætu einnig tekið Viðreisn með sér í stjórn með 36 þingmenn.

Þá er hægt að mynda fjögurra flokka stjórn til vinstri. Framsókn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar gætu myndað fjögurra flokka stjórn með naumum meirihluta með 34 þingmenn. Viðreisn gæti komið inn í þessa stjórn í staðinn fyrir Pírata en flokkarnir tveir hafa báðir fimm þingmenn eins og tölur standa nú.

Með sama hætti gæti flokkur fólksins komið inn í svona stjórn í stað Samfylkingar, Pírata eða Viðreisnar.

Hér eru nokkrar mögulegar nýjar stjórnir miðað við nýjustu tölur:

VDB = 41

DBM = 32

BVSP = 34

BVSC = 33

BVFP =33

BVSF = 35

BVFC = 33