Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, var til við­tals í beinni á bresku frétta­stöðinni Sky News í morgun. Þar ræddi hann hug­myndir sínar um út­göngu Bret­lands úr Evrópu­sam­bandinu og tímabundna veru þess í EES.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá birti Sig­mundur grein um Brexit í breska blaðinu The Spectator í síðustu viku. Þar lagði hann til að Bret­land myndi sækja um tíma­bundna aðild að EES-samningnum til að takast á við nei­kvæðar af­leiðingar út­göngu.

Í við­talinu var Sig­mundur meðal annars spurður á­lits um af­leiðingar þess fyrir Bret­land að yfir­gefa Evrópu­sam­bandið. „Ég er ekki í efa að Bret­land muni dafna eftir út­göngu,“ segir Sig­mundur þá.

„Miðað við reynslu Ís­lands, að þegar þú ert í að­stöðu til að taka eigin á­kvarðanir, geturu á­kveðið það sem best er fyrir landið. Sem manneskja sem trúir á lýð­ræðið og Stóra-Bret­land miðað við sögu þess, hef ég fulla trú á því að þið munið dafna.“

„Hins­vegar gætuð þið átt í erfið­leikum til skamms tíma, markaðir gætu ör­vænt og ég er viss um að fullt af fólki muni kenna út­göngu Bret­lands úr Evrópu­sam­bandinu um erfiðleikana. En til að forðast þessi skamm­tíma ­vand­ræði ættuð þið að taka sömu leið og við, með því að verða aðilar að EES til skamms ­tíma,“ segir Sigmundur en tekur fram að Ísland sé það reyndar ekki til skamms tíma. Hann segist telja að það geti leyst allan vanda Breta.

Þá bendir frétta­maður Sky Sig­mundi á að Bretar vilji ekki til­heyra evrópska efna­hags­svæðinu, sem lausn hans feli í sér. „Það yrði einungis tíma­bundið,“ svarar Sig­mundur honum þá.

„Það hefur reynt á EES samninginn í aldar­fjórðung núna og þið þyrftuð ekki að koma upp ykkar eigin sam­komu­lagi og mynduð þá hafa allt til­búið og gætuð þá fengið góðu hlutina í stað fæstu hinna slæmu. Þetta gerir ykkur kleyft að halda á­fram að stunda við­skipti við Evrópu­sam­bandið, hafa opin landa­mæri við Ír­land, þar sem bæði lönd eru sem betur fer fyrir utan Schen­gen, vernda réttindi borgara ykkar,“ segir Sig­mundur.

Hann segir að á sama tíma geti Bret­land gert frí­verslunar­samninga við önnur lönd, eins og Ís­land, haft stjórn á fiski­auð­lindum sínum og land­búnaðinum. „Þið gætuð því tekist á við erfið­leikana til skamms tíma.“

Spurður hvort að hann telji það mis­tök ef Bret­land myndi ganga úr ESB þann 31. októ­ber án samnings segist Sig­mundur ekki telja svo vera. „Ég held þið gætuð gert það mjög vel en til að koma í veg fyrir ó­þægindin sem gætu komið upp, þá held ég að það yrði ekki til langs tíma og tæki ekki langan tíma fyrir ykkur að komast á réttan kjöl og verða öflugri en nokkurn tímann fyrr.“