Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisnar, greinir frá því í sam­tali við Mbl að lík­legast muni hann sitja hjá við at­kvæða­greiðslu um til­lögur undir­búnings­nefndar kjör­bréfa­nefndar á fimmtu­dag.

Kosið verður á milli þess að láta seinni talninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi gilda, eða ekki sem hefur þá í för með sér að kosið verði aftur í kjör­dæminu.

Flokks­bróðir hans, Guð­brandur Einars­son, hefur nú þegar greint frá því í sam­tali við RÚV að hann muni greiða at­kvæði með seinni talningunni. Guðbrandur tók sæti á Alþingi í kjölfar seinni talningarinnar á kostnað Guðmundar Gunnarssonar, oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar.
Fréttablaðið/Oddgeir Karlsson

Í sam­tali við Mbl segir Sig­mar þetta um á­kvörðun sína: „Ég hallast að því að ég muni sitja hjá, því þetta getur haft bein á­hrif á mitt þingsæti, en ég vil hins vegar sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir kostunum áður en ég met þetta,“ segir Sig­mar en upp­kosning getur haft þau á­hrif að hann missi þing­sæti sitt.

Sig­mar hefur þó á­kveðinn fyrir­vara á svari sínu og segist vilja sjá greinar­gerð undir­búnings­nefndarinnar áður en hann á­kveður sig.