„Þegar ég fer yfir veðrakerfin sem hafa áhrif á okkur hér á landi þessa vikuna sem mér starsýnt á þrenn, jafnvel fern úrkomuskil sem bíða eftir að komast yfir landið. Eitt það minnsta nuddast við Suðvestur og Suðurlandið eftir hádegi á morgun. Sumar spár gera reyndar ráð fyrir því að það nái varla inná suðurlandið með vætuna. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi Stormur um veðrið í vikunni.

Sigurður telur að kerfið muni ganga yfir á um það bil þremur tímum eða svo.

„Svo kemur kerfi tvö öllu myndarlega með allnokkrum vindi og gengur yfir allt landið aðfararnótt fimmtudags og það siglir síðan yfir megin hluta landsins á fimmtudeginum þá orðið nokkru efnisminna og það styttir smám saman upp, fyrst suðvestan til. Svo er það þriðja kerfið á laugardagsmorgun með engum ólátum. Úrkomukerfið er myndarlegt og mun ná yfir allt landið en það dregur mikið úr því á laugardagssíðdegi. Það kerfi mun svo skilja þá 4. kerfið, þ.e. einhverja vætuleifar á landinu á sunnudag,“ segir Sigurður og bætir við að á milli þessara kerfa muni rofa til yfir vikuna og að sú gula muni sýna sig á morgun, þriðjudag.

„Auk þess eru þetta hlýjar lægðir, bera ágæt hlýindi en um leið lægðirnar komast fyrir austan land og fara að blása norðanáttum, þá kólnar nokkuð. Við vonum bara að það gerist ekki. Sem sagt skin og skúrir,“ segir Sigurður að lokum um veðrið á morgun.

Hér að neðan má sjá veðurspá morgundagsins.

Fréttablaðið